Skilaboðaskjóða Ættfræðifélagsins

Leggðu inn fyrirspurnir sem aðrir notendur vefsins geta ef til vill svarað --- einnig lesið yfir af félögum Ættfræðifélagsins reglulega.

Skilaboðaskjóða Ættfræðifélagsins
Start a New Topic 
Author
Comment
Hólmfríður Jóhannesdóttir

Góðan dag.
Ég leita upplýsinga um hálfsystur afa míns sem flutti á unga aldri vestur um haf.
Hún hét Hólmfríður Jóhannesdóttir f. 14. maí 1874. Skv. Íslendingabók látin í Westminster 26. nóv. 1928, húsfreyja í Crescent pósthús Brithish Colombia. Maður hennar hafi heitið Kristján Andersen.
Mér þætti vænt um ef einhver gæti veitt mér meiri upplýsingar um hana, m.a. hvort hún hafi átt afkomendur.
Með bestu kveðju.

Re: Hólmfríður Jóhannesdóttir

Sæl Kristín,
Hólmfríður fór eins og þú skrifaði í skilaboð, 26 nóv 1928. Hún lést af krabbimein ( burðaleggjakrabbi - cancer of the uterus). Var hún skorin upp enn því miður var það ekki nóg til að bjarga henni. Hún var bara 54 árs gömul. Á dauðavottorð(?)(death certificate) það stendur hún var fæd 1874, og hún bjó í Brezku Kólumbia í 24 ár. Foreldrar hennar vóru Jóhannes Guðmundsson og Jósefína Jósefsdóttir ( skrifað með "ph" fyrir "f")
Maðurinn hennar var Kristján ( Christian) Júlíus Anderson, hann lést April 24 1956. Hann fæddist July 1 1873 var bondi sem bjó á Crescent Beach Road hann fekk heiluslag. Forldrar hans voru Christian Anderson og Thora Johnson samkvæmt dauðavottorð.
Þau Hómfríður og Kristján átti barnabarn sem was Esther Halddorson of Bellingham Washington. Hún var fæd April3 1917 og er nú dáin ( August 8 2000). Það er líklegt hún átti afkomendur. Ég skal reyna að athuga það.

Með bestu kveðju,
Gerri

Re: Re: Hólmfríður Jóhannesdóttir

Sæll Gerri.
Bestu þakkir fyrir upplýsingarnar.
Það var mikill fengur fyrir mig að fá vitneskju um afdrif þessarar frænku minnar.
Gaman væri ef þú gætir fundið eitthvað meira um afkomendur hennar.
Kær kveðja,
Kristín

Re: Re: Hólmfríður Jóhannesdóttir

I am the great grand daughter of Holmfridur Johannesdottir. I have made a connection with some my cousins including Halldor Arnason and would enjoy knowing you as well. Please contact me at my email. cyndij@me.com