Skilaboðaskjóða Ættfræðifélagsins

Leggðu inn fyrirspurnir sem aðrir notendur vefsins geta ef til vill svarað --- einnig lesið yfir af félögum Ættfræðifélagsins reglulega.

Skilaboðaskjóða Ættfræðifélagsins
Start a New Topic 
Author
Comment
Stofnun félags afkomenda Louis Henri Joseph Vandercruyce

Undirritaður hyggst stofna félag afkomenda Fransmannsins Louis Henri J. Vandercruyce sem var 31 árs er hann strandaði í rigningu og þoku 13. apríl 1818 á Skálafjöru í Meðallandi. Afkomendur eru örugglega orðnir um eitt þúsund og eru nú 11 ár síðan fyrsta ættarmótið var haldið á Kirkjubæjarklaustri. Markmið félagsins yrði m.a. að rannsaka uppruna ættarinnar í Frakklandi, koma saman ættartali, gefa út vandað ættartal, halda úti heimasíðu og skipuleggja ættarmót. Þeir sem hafa áhuga finna nánari upplýsingar á vefsíðu www.orange.is/benony.