Skilaboðaskjóða Ættfræðifélagsins

Leggðu inn fyrirspurnir sem aðrir notendur vefsins geta ef til vill svarað --- einnig lesið yfir af félögum Ættfræðifélagsins reglulega.

Skilaboðaskjóða Ættfræðifélagsins
Start a New Topic 
Author
Comment
Vesturfarar

Góðan daginn.
Nafn mitt er Þorvaldur Rafn Valsson kt.081246-2549 og væri afskaplega ánægður ef þið gætuð kannski hjalpað mér að finna út hvað varð um
einn íslending (langömmu mína)
Hún hét Þorbjörg Jóhannesdóttir og var fædd á Garðstöðum , Borg 27-04-52 (1852). Fór með skipi til Winningpeg 1886 og svo ekki söguna meir.
Einnig Kristinn Guðmundsson einnig frá Borg fæddur 18-10-49 (1849) og fór vestur um haf 1887 frá Bjartseyjasandi með konu og barni.
Þætti mér vænt um ef einhver gæti kannski reynt að skoða
þetta dæmi fyrir mig ef þess er nokkur kostur.
Með kærri kveðju og von um góðan árangur
Þorvaldur Rafn Valsson
Seljabraut 80, 109 Reykjavík , sími 5575997

Re: Vesturfarar

Það eina sem ég veit er að Kristinn deyr 10.10.1929 í Winnipeg, en kona hans ekki fyrr en 1941 - skv almanaki Ólafs S. Th.

Hvað varð af Þorbjörgu veit ég ekki - samkvæmt ancestry.com er ein manneskja með mjög svipuðu nafni í kanadíska manntlinu 1901, en til að fá að skoða það þarf maður að vera áskrifandi, sem ég er ekki.

Re: Vesturfarar

hér er það sem ég hef um kristinn og börn hans en
með þorbjörgu á ég víst ekkert nema fæðingardag og að hún fór til kanada

Niðjatal Kristins Guðmundssonar.

Kristinn Guðmundsson,
f. 18. okt. 1849,
d. 10. okt. 1929,
bóndi á Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd og í Ameríku.
[Fremrahálsætt]
- Barnsmóðir
Þórunn Bergþórsdóttir,
f. 1. des. 1840,
d. 16. júlí 1913,
móðir Jóns.
Barn þeirra:
a) Jón, f. 24. mars 1876.
- K. 20. maí 1882,
Sigurbjörg Jónsdóttir,
f. 22. mars 1856,
d. 1941,
húsfreyja í Bjarteyjarsandi á Vatnsleysuströnd og í Ameríku.
For.: Jón Sigurðsson,
f. 13. sept. 1817 á Efraskarði í Hvalfjarðarhr.,
d. 16. apríl 1886,
bóndi og hreppstjóri á Ferstiklu 1844-80
og k.h. Helga Gísladóttir,
f. 12. okt. 1820 á Ferstiklu,
d. 3. júlí 1879,
húsfreyja á Ferstiklu.
Börn þeirra:
b) Ónefnd, f. 30. júní 1881,
c) Guðrún, f. 3. maí 1883,
d) Kristín, f. 23. febr. 1885,
e) Kristín, f. 20. febr. 1886,
f) Ónefndur, f. 1887,
g) Þuríður, f. 16. nóv. 1889,
h) Gísli, f. 3. júní 1893,
i) Guðmundur Pétur, f. 21. sept. 1895,
j) Kjartan, f. 4. febr. 1898,
k) Þórdís, f. 18. des. 1903.

1a Jón Kristinsson,
f. 24. mars 1876,
d. 26. júlí 1876,
do ungur.
[Fremrahálsætt]

1b Ónefnd Kristinsdóttir,
f. 30. júní 1881,
d. 30. júní 1881,
do ung.
[Fremrahálsætt]

1c Guðrún Kristinsdóttir,
f. 3. maí 1883,
d. 18. jan. 1956,
í Ameríku.
[Fremrahálsætt]

1d Kristín Kristinsdóttir,
f. 23. febr. 1885,
d. 18. apríl 1885,
dó ung.
[Fremrahálsætt]

1e Kristín Petrína Kristinsdóttir,
f. 20. febr. 1886,
d. 10. mars 1886,
dó ung.
[Fremrahálsætt]

1f Ónefndur Kristinsson,
f. 1887,
d. 1887,
dó ungur.
[Fremrahálsætt]

1g Þuríður Kristinsdóttir,
f. 16. nóv. 1889,
í AMeríku.
[Fremrahálsætt]

1h Gísli Kristinsson,
f. 3. júní 1893,
í Ameríku.
[Fremrahálsætt]

1i Guðmundur Pétur Kristinsson,
f. 21. sept. 1895,
d. 7. apríl 1960,
í Ameríku.
[Fremrahálsætt]

1j Kjartan Kristinsson Goodman,
f. 4. febr. 1898 í Winnipeg,
prentari í Lundar í manitoba.
[V-Ísl.æ.IV, Fremrahálsætt]
- K. 5. júní 1926,
Guðný Einarsdóttir Goodman,
f. 1. sept. 1899,
húsfreyja Lundar í Manitoba.
For.: Einar Guðmundsson Borgfjörð,
f. 18. júlí 1862 að Snortunesi í Borgarfirði eystri,
d. 18. apríl 1939,
búsettur í Minneota og í Mary Hill í Manitoba, sjá bls 19-21
og k.h. Þórstína Soffía Þorsteinsdóttir,
f. 22. febr. 1868 að Mýrnesi,
d. 28. mars 1952,
húsfreyja í Minneota og í Mary Hill í Manitoba.

1k Þórdís Kristinsdóttir,
f. 18. des. 1903.
[Fremrahálsætt]
- M.
James Bonnar,
f. (1900).