Skilaboðaskjóða Ættfræðifélagsins

Leggðu inn fyrirspurnir sem aðrir notendur vefsins geta ef til vill svarað --- einnig lesið yfir af félögum Ættfræðifélagsins reglulega.

Skilaboðaskjóða Ættfræðifélagsins
Start a New Topic 
Author
Comment
Ættfræðingurinn.

Ættfræðingurinn.
Við lestur Fréttablaðsins fimmtudaginn 4 nóv. sl rakst ég á grein um "ættfræðing".

En mér fannst þegar ég las viðtalið að persónan, væri einn fárra ættfræðinga landsins og stæði langfremstur í sinni röð fyrir vinnu sína í ættfræði.
Og mér var hugsað um til Guðmundar Sigurðar á Króknum (GSJ) og fleiri ættfræðinga sem ég ber virðingu fyrir.

Ef ég þekkti ekkert til, þá myndi ég halda að "ættfræðingurinn" sem um var fjallað hefði unnið ótrúleg og ómetanleg þrekvirki í ættfræði og eftir hann lægi mikið af eigin efni.

En slíkt á ekki við um þennan ákveðna "ættfræðing". .

Þá hnaut ég um það að stofna ætti vildarvinaklúbb fyrir “ættfræðinginn”, og að hann var í raun og veru að betla peninga.
En ef hann fengi enga peninga færi hann til Utah með allt sitt.

En "ættfræðingurinn" er víðfrægur fyrir betli - og styrktarumsóknir og lætur ekki deiginn síga á þeim vettvangi og hefur notið aðstoð nokkura góðra manna til að ná árangri á þeim vettvangi.

Mér finnst alltaf jafn ótrúlegt að lesa greinarnar um "ættfræðinginn" en það dúkka alltaf upp nýjar og nýjar greinar um hann með jöfnu millibili.

En nú vil ég frekar benda fólki að styrkja Ættfræðifélagið með að kaupa Manntöl fyrir árin 1910 og eða bara styrkja Ættfræðifélagið beint til að ljúka við Manntalið 1910 í öllum sýslum.
Þar með loka hringnum.
En Manntölin 1910 er þarft verk sem hefur alls ekki notið þeirrar virðingar sem slíkt stórvirki hefði átt að njóta.


Virðingarfyllst
Magnús Haraldsson
Suðurholti 20
220 Hafnarfirði