Skilaboðaskjóða Ættfræðifélagsins

Leggðu inn fyrirspurnir sem aðrir notendur vefsins geta ef til vill svarað --- einnig lesið yfir af félögum Ættfræðifélagsins reglulega.

Skilaboðaskjóða Ættfræðifélagsins
Start a New Topic 
Author
Comment
View Entire Thread
Re: Ættfræðingar ?


Einhverntíma hefði nú verið sagt að svona ummæli eins og Kári Stefánsson viðhafði í viðtali, væru ekki sæmandi menntuðu og siðuðu fólki. Við vitum vel að ekkert skortir upp á menntunina hans Kára. Ætli það sé þá vöntun á hinu?

--- --- --- --- --- --- --- --- ---

Replying to:

já ég var að lesa smávegis og datt í hug að athuga þetta með ættfræðingana .



1. Hverjir taka í nefið ??

2. Hverjir rækta fótasveppi??

3. Hverjir hafa orðið undir í lífinu ??



allavegna samkvæmt Kára Stefánssyni þá er það ég og þið sem lesið þetta :



Maður verður smá reiður þegar maður les svona og líka þegar maður hlustar á mann eins og t.d. Frisk í útvarpinu í gær og hugsar til baka sirka 1 - 2 ár þegar hann mætti á fund hjá Ættfræðifélaginu og lýstir því vel hvernig Íslandi var skipt í hluta og ákveðnir einstaklingar sáu um hvern hluta en í einni sýslunni (S-Þing) þurfti auka mann því að það var búið að gefa út svo mikið ættfræðiefni..



maggih

Re: Re: Ættfræðingar ?


Nú er ég ekki Kári og get ekki svarað fyrir hann, en hins vegar sýnist mér þessi umræða lítið annað en einhverjir útúrsnúningar.... Það sem Kári sagði jú var að hin stereotýpíska mynd sem menn hefðu af ættfræðingum væru einhverjir neftóbakskarlar sem hefðu aldrei gert annað um ævina en að rækta fótasveppi. Þetta þótti fjölmiðlamönnunum merkilegt, en það sem fylgdi á eftirvar ekki eins fréttnæmt - nefnilega þegar hann sagði að þessi stereótýpíska mynd væri röng, eins og opnun Íslendingabókar sýndi fram á.



Það má skamma Kára fyrir eitt og annað....hann er skarpgáfaður maður og er kanski svolítið gjarn á að líta svo á að hann hafi réttara fyrir sér end viðmælendur hans....en það breytir engu um það að ummæli hans um ættfræðinga voru í versta falli misheppnaður brandari, en ekki tilraun til að tala niður til ættfræðinga, enda hefði hann þá verið að lítillækka sína eigin starfsmenn. Það eru jú eftir allt saman ættfræðingarnir sem hafa unnið við þetta verkefni sem gerðu það að veruleika.


--- --- --- --- --- --- --- --- ---

Replying to:


Einhverntíma hefði nú verið sagt að svona ummæli eins og Kári Stefánsson viðhafði í viðtali, væru ekki sæmandi menntuðu og siðuðu fólki. Við vitum vel að ekkert skortir upp á menntunina hans Kára. Ætli það sé þá vöntun á hinu?

--- --- --- --- --- --- --- --- ---

Replying to:

já ég var að lesa smávegis og datt í hug að athuga þetta með ættfræðingana .



1. Hverjir taka í nefið ??

2. Hverjir rækta fótasveppi??

3. Hverjir hafa orðið undir í lífinu ??



allavegna samkvæmt Kára Stefánssyni þá er það ég og þið sem lesið þetta :



Maður verður smá reiður þegar maður les svona og líka þegar maður hlustar á mann eins og t.d. Frisk í útvarpinu í gær og hugsar til baka sirka 1 - 2 ár þegar hann mætti á fund hjá Ættfræðifélaginu og lýstir því vel hvernig Íslandi var skipt í hluta og ákveðnir einstaklingar sáu um hvern hluta en í einni sýslunni (S-Þing) þurfti auka mann því að það var búið að gefa út svo mikið ættfræðiefni..



maggih