Skilaboðaskjóða Ættfræðifélagsins

Leggðu inn fyrirspurnir sem aðrir notendur vefsins geta ef til vill svarað --- einnig lesið yfir af félögum Ættfræðifélagsins reglulega.

Skilaboðaskjóða Ættfræðifélagsins
Start a New Topic 
Author
Comment
Sigurlaug og Hallbera

Fyrirspurnir til ættfróðra

I Sigurlaug Magnúsdóttir, f. 1722 – d. 1762, var húsfreyja að Stóru-Laugum í Reykjadal, S-Þig. (heimildir: Æ.A.Hún.150B, Skagf.1850-1890 IV). Maður hennar hét Arngrímur Björnsson og dóttir þeirra Hugrún, sem var húsfreyja að Veisu og Víðivöllum í Fnjóskadal. Húgrún var langa-langamma undirritaðs. Ég fæ hvergi fundið hverjir vóru foreldrar Sigurlaugar.
Getur einhver vísað mér til réttrar áttar í leit minni?

II Maður hét Magnús Hallberuson (1768 -1826), bóndi á Finnastöðum og Sundi í Höfðahverfi. Móðir hans var Hallbera Árnadóttir (1745-1780), vinnkona í Hringsdal á Látraströnd.
Getur nokkur upplýst mig um, hverjir vóru foreldrar Hallberu? Eða um líklegan barnsföður hennar.

Stefán Friðbjarnarson, Gullsmára11, Kópavogi. Sími 564-4660 – 862-8625.

Re: Sigurlaug og Hallbera

faðir Sigurlaugar var Magnús Erlendsson


en veit ekkert um foreldra Hallberu eða barnsföður hans