Skilaboðaskjóða Ættfræðifélagsins

Leggðu inn fyrirspurnir sem aðrir notendur vefsins geta ef til vill svarað --- einnig lesið yfir af félögum Ættfræðifélagsins reglulega.

Skilaboðaskjóða Ættfræðifélagsins
Start a New Topic 
Author
Comment
Hjörtur

Ég er að reyna að finna hálfbróðir tengdmóður minnar. Hann hét Hjörtur Þórðarson og var fæddur 25. september 1883 í Fíflholtshjáleigu í Vestur-Landeyjum, Rangárvallasýslu eða Voðmúlatöðum í Austur-Landeyjum. Faðir hans var Þórður Þórðarson f. 18. september 1844, Melum á Kjalarnesi. Hann drukknaði á Stokkseyrarsundi 20. mars 1897. Móðir Hjartar var Helga Jónsdóttir f. 16. mars 1851 d. 1. janúar 1886. Foreldrar hennar bjuggu í Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum.
Hjörtur var tökubarn í Stíflu í Vestur Landeyjum Breiðabólstaðasókn, Rang. 1890. Hann var hjá föðurbróður sínu Ólafi Þórðarsyni 1901 að nema járnsmíði. Eftir það hef ég hvergi getað fundið hann. Hef leitað á Garður.is en finn ekkert. Ef einhver veit eitthvað og sendir mér svar væri ég mjög þakklát.
Bestu kveðjur
Bjarnfríður Gunnarsdóttir