Skilaboðaskjóða Ættfræðifélagsins

Leggðu inn fyrirspurnir sem aðrir notendur vefsins geta ef til vill svarað --- einnig lesið yfir af félögum Ættfræðifélagsins reglulega.

Skilaboðaskjóða Ættfræðifélagsins
Start a New Topic 
Author
Comment
Heimildir úr manntali 1901

Ég er að leita að heimildum um Guðrúnu Sigríði Guðmundsdóttur, f. 13.3.1881. Hún er skráð með foreldrum sínum á Sveðjustöðum 1901. Trúlega Húnavatnssýslu. Hún er dóttir Guðmundar Nikulássonar, f. 3.5.1941 Búðum Snæfellsnesi og Sólbjargar Jórunnar Vigfúsdóttur, f. 16.1.1858, sem er seinni kona hans. þau áttu 4 önnur börn, tvö létust ung en 2 komust upp Vigfús f. 10.10.1884 og Kristín Gróa f. 8. 10. 1888. Ef einhver veit um skriflegar heimildur um hana þætti mér vænt um að fá svar við því.
Með kveðju, Sigríður Una Eiríksdóttir.

Re: Heimildir úr manntali 1901

Það er lítið til af heimildum um hana. Hún er ekki talin upp meðal barna Guðmundar í Strandamönnum og ég finn hana hvergi nema í manntölunum 1890 og 1901. Hún virðist ekki vera í 1910, þótt ég þori ekki að fullyrða neitt um það. þannig að mér þykir sennilegast að hún hafi dáið milli 1901 og 1910, ógift og barnlaus.